Hvað er kröfuvakt?

namskeid

Kröfuvakt er þjónusta innheimtufyrirtækja. Kröfuvakt innheimtir kröfur sem annars væru afskrifaðar fyrir fullt og allt. Kröfuvakt er eftirlit með skuldara því oft vænkast hagur og skuldari getur gert upp skuldir sínar.

Samkvæmt lögum er almennur afskriftatími 4 ár frá útgáfudegi reiknings. Kröfur skv. skuldabréfum, dómi eða opinberri sátt fyrnast þó á 10 árum. Hafa ber í huga að ef kröfuhafi heldur ekki fram kröfu sinni með málssókn eða skuldari viðurkennir ekki kröfuna innan tiltekins frests, telst krafan fallin niður, þ.e. fyrnd. Fyrningarfrestur byrjar að líða frá gjalddaga kröfu.  Viðurkenni skuldari kröfuna, til dæmis með því að semja um hana eða greiðir inn á hana þá byrjar nýr fyrningarfrestur (4 ár) að líða frá þeirri dagsetningu. Slit fyrningarfrests verður einnig við málssókn kröfuhafa.

Algengt er að kröfur hækki umtalsvert þegar þær fara í kröfuvakt. Skýringin er að hluta til vegna þess að innheimtufyrirtæki (t.d. Modus) rukka 50% þóknun af innheimtri upphæð.

Kröfur sem algengt er að fari í kröfuvakt eru:

  1. Kröfur sem ekki innheimtast í milliinnheimtuferli og eru of lágar til að innheimta með lögfræðiinnheimtu og kröfur sem ekki er talið vænlegt að senda í lögfræðiinnheimtu sökum eignaleysis skuldara.
  2. Uppsafnaðar kröfur í innheimtudeildum fyrirtækja sem ekki hafa fengist greiddar þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir.
  3. Kröfur sem ekki hafa fengist greiddar þrátt fyrir lögfræðiinnheimtu.

Heimild: www.modus.is

Untitled-1