Er hægt að greiða aukalega inn á lán?

Untitled-1

Svar Íbúðalánasjóðs Júní 2015:

Já það er hægt að greiða inn á lán Íbúðalánasjóðs, þó ber að athuga að lánin geta verið með uppgreiðsluþóknun.

Það er alltaf heimilt að greiða umframgreiðslu á ný ÍLS-veðbréf sem gefn eru út eftir 1. nóvember 2013.

Við sérstakar aðstæður og að fenginni umsögn stjórnar Íbúðalánasjóðs er ráðherra heimilt að ákveða að umframgreiðslur eða uppgreiðsla ÍLS-veðbréfa verði aðeins heimil gegn greiðslu þóknunar, uppgreiðslugjalds, sem jafni út að hluta eða að öllu leyti muninn á uppgreiðsluverði ÍLS-veðbréfs og markaðskjörum sambærilegs íbúðabréfs, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.

Uppgreiðslugjald er að hámarki:

  • 1% af umframgreiðslu ef lengri tími en eitt ár er eftir af lánstíma þegar greitt er,
  • 0,5% af greiddri fjárhæð, ef eitt ár eða skemmri tími er eftir af lánstíma þegar greitt er,
  • eða sú vaxtafjárhæð sem skuldari myndi hafa greitt kröfuhafa á tímabilinu frá greiðslu fyrir gjalddaga og til loka lánstíma  hefði ekki komið til umframgreiðslu.

Ekki er reiknað uppgreiðslugjald ef fjárhæð sem greidd er fyrir gjalddaga er lægri en 1.000.000 kr. á ársgrundvelli.

namskeid