Eru ráðamenn skuldafíklar?

panta-bok-fritt

Er nýfrjálshyggjan skuldafíkill?

Ég velti þessum spurningum upp eftir að hafa horft á viðtal við Michael Hudson í Silfri Egils í gær, sem meðal annarra viðmælanda, lögðu til að Íslenska þjóðin ætti ekki koma nálægt hugmyndum og aðgerðaplönum AGS. Ekki einu sinni að pota í AGS með löngu priki. Þar finnst mér koma fram svo augljós merki skuldafíknar þegar talað er um nýfrjálshyggjuna og aðgerðir íslenskra stjórnvalda.  Ef ég legg saman í fljótu bragði dæmigerðan skuldafíkil og ráðamenn þjóðarinnar,  sé ég sömu merki og hegðunarmunstur í aðgerðum.

Sem dæmi um samsvörun skal ég nefna nokkur dæmi sem ég túlka frá ummælum, aðgerðaáætlunum og hegðun ráðamanna.

 • Þeir finna samsvörun á milli þess að fá lán, og þess að Ísland sé fullorðins.
 • Þeir upplifa tilfinningu þess að vera samþykkt, að vera með, þegar þeir taka lán hjá AGS (Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum).
 • Þeir láta það líta þannig út að við séum að eignast eitthvað þegar sótt er um lánin.
 • Upplifa sig merkilega bara fyrir það eitt að borga reikningana eins og aðrir.
 • Að vera lokaður og vandræðalegur þegar verið er að ræða fjármál.
 • Óraunverulegar væntingar þess efnis að það muni verða til peningar í framtíðinni fyrir þeim skuldbindingum sem þú ert að stofna til í dag.
 • Tilfinning þess efnis að einhver muni sjá um þig ef það reynist nauðsynlegt, að þú getir varla raunverulega „lent“ í alvarlegum fjárhagsefiðleikum, það muni alltaf vera einhver sem þú getir snúið þér til.

Svo eru hér nokkur einkenni skuldafíkils.  (eitt eða öll atriði geta átt við)

 • Skuldafíkillinn setur eðlilegar þarfir sínar og sinna í þriðja sæti og er undirgefinn fjármálafyrirtækjum.
 • Skuldafíkill  grípur skyndilausnir lána”drottna”, fær óábyrg lán, steypir sér í fleiri skuldir til að bjarga öðrum skuldum.
 • Skuldafíkill  lýgur og fegrar ástandið, hann reynir að bregðast fljótt við til þess að rugga ekki bátnum.
 • Skuldafíkill á það til að svelta fjölskyldu sína til þess að redda vanskilum og borga inn á “slæmar” skuldir.
 • Skuldafíkill  er í tilfinningalegu sambandi við lána”drottna” sína.
 • Skuldafíkillinn setur ekki nauðsynlegt fjármagn í fjölskyldu sína og sínar þarfir, heldur ausir því inn á skuldir.
 • Skuldafíkill sér ekkert athugavert við að vinna mikla yfirvinnu til að redda skuldum.
 • Skuldafíkill hefur sjaldnast langtímaplan og skortir heildarmyndina.

bokhaskoalprent-ofan-post