Eru peningarnir að styðja við markmiðin okkar?

Markmið okkar á alltaf að vera að tekjur séu hærri en útgjöld, að eignast meiri pening en við látum frá okkur. Þótt það væri bara ein króna þá erum við í plús.

Til þess að ná markmiðunum sem við setjum okkur, hvort sem það er að spara eða greiða niður skuldir þá þurfa fjármálin að styðja markmiðið. Peningurinn þarf að fara þangað sem við ákváðum. Ef hann gerir það ekki munum við ekki ná tilsettum árangri.

Margar leiðir eru til að halda sig við markmiðin sín. Til dæmis að fylgja áætlunum og hafa yfirsýn. En að okkar mati er mikilvægast að fylgjast með hvernig okkur líður. Við gætum gert allt hárrétt í fjármálunum, við gætum sparað og neitað okkur um óþarfa langanir til þess að geta greitt alla reikninga á gjalddaga. En það gæti verið ömurlegt líf að neita sér um lífsgæði bara til að standa í skilum. Og það er þetta ömurlega sem gæti fellt okkur og snúið okkur til fyrra lífs. Þegar okkur líður illa þá er nefnilega auðveldara að gefast upp og kaupa vitleysu en það er að vera sterk og borga reikninga á réttum tíma.

Því er mikilvægast að við hugum um okkur fyrst og fjármálin síðan. Við þurfum að byggja upp úthald og hæfni til þess að standast freistingar og þekkingu til þess að leita aðstoðar þegar okkur gegngur illa og erum orkulítil. Nokkur einföld atriði sem hjálpa þér eru til dæmis að borða næringarríkan mat, sofa nægilega mikið, setja raunhæf markmið sem þú veist að hægt er að ná, og umgangast duglega og orkumikla vini og ættingja sem eiga svipuð eða sömu markmið og hugðarefni í fjármálunum.

Hér má lesa hvers vegna það er mikilvægt að standast freistingar og hafa sjálfstjórn