Ertu í skuld? Hættu að brenna meiri peningum

namskeid

Kreditkortaskuldir og kostnaður eru einn versti óvinur okkar skuldarana og ein helsta fyrirstaðan á leið til fjárhagslegs frelsis.  Kreditkort eru ein lúmskasta skuldaverksmiðja sem við höfum í fórum okkar.  Ég fann á netinu ágætis reglu um notkun kreditkorta sem hljóðar svo:

Regla 1: Borgaðu alla kreditkortareikninga upp um hver mánaðarmót

Regla 2: Ef þú brýtur reglu númer 1, klipptu kortið þitt.

Ástæða? Jú, ef þú getur ekki greitt upp kreditkortareikninginn ertu að auka skuldir þínar.  Þótt þú ”geymir” hluta greiðslunnar til næsta mánaðar, eða dreifir henni, ertu alltaf að greiða vexti og kostnað.  Ef þú nærð ekki að greiða allan reikninginn ert  þú væntanlega að ofeyða eða undirþéna og þú þarft að yfirfara mánaðarlegan rekstur þinn strax.  Finna orsökina núna, ekki ýta henni á undan þér með kreditkortum og safna skuldum og kostnaði.  Ekki gefa kreditkortafyrirtækjum peninginn þinn. Klipptu kortið.

Enginn vöxtur, aðeins vextir

Mörg fjárhagsleg vandamál fólks eru tengd kreditkortum.  Ég er ekki bara að tala um greiðsluerfiðleika, heldur er ég líka að tala um vexti og annan kostnað.  Ef þú ert með að meðaltali 150.000 kr veltu mánaðarlega á korti með 26,9% vöxtum, ertu að greiða um 40.350 krónur á 12 mánuðum, bara í kostnað.

Það er líka árgjald. Á venjulegu korti hjá einu kortafyrirtækinu er 5.500 kr. árgjald, en þar er rukkað allt að 18.000 kr. fyrir “flottustu kortin”.  Mánaðarleg útskriftargjöld (sem er gjald fyrir reikningsgerðina og sendinguna) eru ekki heldur innifalin.  Greiðsla með greiðsluseðli kostar 351 kr. (4212 kr. á ári) og skuldfærsla á viðskiptareikning kostar 196 kr. (2.352 kr. á ári).  Það kostar 113 kr.(1.356kr. á ári) að greiða sjálfur í heimabanka (enginn póst- né pappírskostnaður þar ?!?).  Þarf reyndar að skoða “útskriftargjöld” betur, því seðilgjöld eiga að vera liðin tíð.

Og ef þú lendir í vanskilum reiknast 495 kr. kostnaður auk dráttavaxta eftir hvern gjalddaga. Greiðsludreifing til að redda sér hefur síðan 28,8% vexti.

En það er líka hægt að “græða” á notkun kreditkorta.  Þú safnar punktum og færð ferðaávísun.  4 kr. af hverjum 1.000 kr í veltu.  Það eru 0,004%. (600 kr af hverjum 150 þúsund krónum) Færð svo 7.200 kr ferðaávísun fyrir 1.800.000 kr. á ári.

Ef þú heldur kortinu er lágmarkskostnaður miðað við 150.000 kr reikning mánaðarlega:

-40.350 (Vextir)

-5.500 (árgjald)

-2.352 (útskriftargjald)

+7.200 (Ferðaávísun, sem er geðveik búbót)

Lágmarks kostnaður korts á 12 mánuðum: -41.002 kr.

Ef þú sleppir kortinu og leggur peninginn (sem hefði farið í lágmarkskostnaðinn) á sparireikning færðu:

41.002

+5,777 (Vextir)

Sparnaður án korts á 12 mánuðum: 46.779kr.

Lifðu í plús, og greiddu sjálfum þér vextina

panta-bok-fritt