Er „must have“ þörf eða löngun?

Untitled-1

„Must have“ fyrir útileguna er fyrirsögn í pistli á Smartlandi mbl.is. Ég sé oft fyrirsagnir og les stundum greinar sem þessa á vinsælum vefsvæðum og sé þar góð dæmi um hvernig löngun er sett fram sem þörf. Þessar greinar eru eins og auglýsingar að segja okkur hvað er „mikilvægt“ í daglegu lífi.

Í „must have“ grein Mörtu á Smartlandi er verið að telja upp það sem gott er að taka með í útileguna um Verslunarmannahelgina. Allt mjög hagnýtir hlutir eins og jakki, húfa, trefill og stígvél en allir eiga það sameiginlegt að vera dýrar „merkjavörur“.  Það er við verð þessara hluta sem ég set spurningamerki. Aðrar sambærilegar vörur mætti kaupa á lægra verði og því spyr ég: Eru þessir hlutir þörf eða löngun?

Ég er ekki að mæla gegn því að fólk kaupi sér dýrar merkjavörur. Ef þú átt efni á þessum vörum þá er það val þitt að kaupa þær. Það sem ég er að benda á er að skyndiákvarðanir byggðar á dulbúinni þörf eru oft dýr og óhagkvæm kaup. Þegar við látum tilfinninguna taka þessa ákvörðun fyrir okkur í stað þess að vega og meta verð og notagildi. Sérstaklega skal fara varlega ef þú finnur löngun til að kaupa þessar vörur og ert tilbúin/inn að taka lán eða greiða með kreditkorti aðeins til þess að uppfylla þessa innri „þörf“.

panta-bok-fritt