Debitkortinu lagt

namskeid

cartoon_debt_cardEin leið til þess að öðlast fjárhagslegt frelsi er að minnka afskipti bankanna af fjármagni mínu.  Bankinn veit nefnilega allt um mig, gegnum debitkortið og reikningana mína.  Bankinn veit hvenær ég versla, við hvern ég versla og hve mikið. Bankinn hefur stjórnina.  Ég er töludofinn.  Ég fæ laun inn á reikning,ég eyði út af reikning, ég greiði þóknun fyrir, fer jafnvel yfir á reikning, fæ yfirdráttarlán, borga vexti.  Allt þetta geri ég í trausti mínu við bankann og án þess að fara yfir allt lið fyrir lið.  Og ég tapa fjármunum.

Bankinn tekur ótrúlegar upphæðir árlega fyrir það eitt að lána mér debitkort og leyfa mér að „staðgreiða“ með því.  Þóknun fyrir að færa tölur, er bæði skuldfærð af mér og kaupmanninum.  Vextir, FIT kostnaður…… ég blæði.

Allt sem bankinn gerir, gerir bankinn fyrir sig.  Allar leiðir til þess að hafa af okkur pening eru notaðar.  Og okkur er „leyft“ að halda að við ráðum ferðinni og allt er í nafni þæginda og tímasparnaðar.

Dæmi:  Hver er fljótari að greiða fyrir vörur í Bónus kl 17:30 á föstudegi? Maður A með Debitkorti, eða Maður B með seðlum?

Þess vegna er ég að leggja af stað í bæinn að skila kortunum, loka einkabankanum, stöðva allar boðgreiðslur, og láta loka öllum nema einum sparireikningi.  Þetta er líka öruggasta vörnin fyrir heimabankann og ekki þarf ég að óttast óprúttna debit og kreditkortaþjófa lengur.

Hvað breytist?

  • Ég fæ launin mín greidd í reiðufé, versta falli ávísun
  • Ég þarf sjálfur að leggja inn á sparisjóðsbók
  • Ég fæ alla reikninga senda heim
  • Ég fer sjálfur í bankaútibú til þess að greiða reikningana.
  • Ég þarf að eiga pening til að geta eytt pening
  • Ég get ekki skuldsett mig óafvitað (FIT)
  • Ég greiði ekki kostnað fyrir það eitt að borga staðgreitt
  • Ég get óskað eftir staðgreiðsluafslætti

Einnig fæ ég útiveruna, tíma frá vinnu, fulla meðvitund um fjármálin og þetta bætir félagsleg tengsl mín við aðra.  Bankar bjóða líka fullt af fríu dóti, til dæmis pennum, eyðublöðum, kaffi og sælgæti.

Ég ætla að bakka 20 ár aftur í tímann og láta reyna á gömlu góðu staðgreiðsluhættina og sjá hvort ég haldi ekki fleiri krónum inni.

Keep it simple!!!

bokhaskoalprent-ofan-post