Viljum við að peningarnir fari þangað?

bok-ofan-post

Þegar hér er komið þá getum við tekið stjórn á fjármálum okkar. Við erum ekki lengur háð því að peningar fari í einhver lífsgæði, peningurinn okkar er háður okkar ákvörðunum. Við veljum að greiða fastar greiðslur, sumt vegna þess að það er þörf, en annað af því að okkur langar til þess og vegna þess að við höfum efni á því. Við tökum ákvarðanir um hvert allur okkar peningur fer.

Nú er auðvelt að spara eða greiða niður skuldir vegna þess að við stjórnum því. Við eigum auðveldara með að ná endum saman því við veljum hvort peningarnir okkar greiði eina vöru eða aðra. Við veljum hvort við kaupum valdar vörur og þjónustu, hvort við spörum, eða greiðum skuldirnar hraðar niður.

Næst: Eru fjármálin að styðja við markmið okkar?

bok-ofan-post