Hvaðan koma peningarnir?

namskeid

Samfélagið okkar byggir að langmestu leyti á notkun peninga. Við notum pening til að kaupa nauðsynleg lífsgæði á borð við mat, föt, húsnæði, lyf, heilsugæslu og samgöngur en líka aukin lífsgæði eins og sælgæti, tölvur, farsíma, afþreyingu og allt það sem bætir líf okkar og kætir. Segja má að peningar séu orðnir aðalstjórntækið til að nálgast öll okkar lífsgæði. Ef við eigum nóg af peningum þá verða lífgæðin meiri en skorti okkur pening verða lífgæðin skert eða engin.

Hvaðan koma peningarnir?

Samfélagið byggist á því að við framfleytum okkur og börnum okkar með vinnu. Þeir sem eru óvinnufærir eiga kost eða rétt á bótum frá viðeigandi aðilum. Peningarnir okkar eru því laun fyrir unna vinnu, bætur, styrkir eða gjafir.

Fyrsta skrefið í að bæta fjármálin er að svara spurningunni „Hvaðan koma peningarnir?“

Við Þurfum að vita hve mikinn pening við höfum í höndum  til þess að borga fyrir lífsgæðin okkar: mat, föt, húsnæði, lyf, heilsugæslu og samgöngur. Einnig hvort við eigum til pening til þess að auka lífsgæðin umfram grunnþarfir okkar.

Í verkefnabókinni Betri fjármál eru verkefni og fræðsla sem hjálpa okkur að taka saman og skrá niður mánaðarlegar tekjur. Hægt er að nálgast tekjuverkefnið hér (Heimaverkefni-tekjur).

Næst: Hvert fara peningarnir?

Untitled-1