Fjárhagsvandi

namskeid

Ástæða þess að við erum að leita svara á þessum vef er að við erum flest að eiga við einhvers konar fjárhagsavanda. Samkvæmt Íslenskri Samheitaorðabók er hugtakið fjárhagsvandi þýtt sem bágindi, fjárkröggur, klípa eða vandræði. Fjárhagsvandi er almennt skilgreindur þannig að einstaklingur getur ekki framfleytt sér eða sínum sökum tekjuskorts eða hárra útgjalda. Samkvæmt þessu getur hver sem er átt við fjárhagsvanda að stríða á einhverjum tíma.

Ástæður fjárhagsvanda geta verið tvenns konar, annars vegar greiðsluvandi og hins vegar framfærsluvandi (sjá Mynd 1).

 

Mynd 1

 tekjumork-fatakt-yfirskuldestning

Greiðsluvandi

Greiðsluvandi er þegar tekjur eru ekki nægar til þess að mæta samanlögðum útgjöldum á nauðsynjum og afborgunum á skuldbindingum; tekjumörk eru lægri en samanlagður kostnaður nauðsynja og afborgana (sjá Mynd 1). Í fyrstu málsgrein fyrstu greinar laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga segir að markmiðið sé að hjálpa einstaklingum að koma jafnvægi á skuldir og afborganir þeirra svo að hann geti í komandi framtíð staðið við skuldbindingar sínar. Í raun er hér um að ræða hagræðingu á útgjöldum til að standa skil á skuldbindingum vegna yfirskuldsetninga. Vegna yfirskuldsetninga skortir fjármagn til þess að greiða fyrir nauðsynleg lífsgæði því tekjur sem ættu að fara í nauðsynar fara í að greiða af yfirskuldsetningum. Einstaklingur eða heimili gætu því staðið í skilum með skuldbindingar og afborganir lána en skortir nauðsynjar til heimilisins.

 Í tilfellum greiðsluvanda eru úrræði í boði fyrir einstaklinga eins og Umboðsmaður Skuldara og önnur sértæk úrræði fjármálastofnana og stjórnvalda.

Framfærsluvandi

Framfærsla er kostnaður á nauðsynlegum lífsgæðum einstaklings eða heimilis. Þessi lífsgæði eru meðal annars húsaleiga, fatnaður, matur, menntun, heilsugæsla og það sem telja má sem grunnnauðsynja einstaklinga. Þegar tekjur eru ekki nægar til þess að mæta nauðsynlegum útgjöldum er það kallað framfærsluvandi (sjá mynd 1.). Sé einstaklingur í framfærsluvanda og getur ekki framfleytt sér án aðstoðar á hinn sami stjórnarskrárvarinn rétt til að leita aðstoðar, til dæmis fjárhagsaðstoð félagsþjónustu sveitarfélaga.

Í bæði tilfellum greiðsluvanda og framfærsluvanda er skortur á tekjum. Fjármálaráðgjöf Skuldlaus.is byggir á þeirri einföldu hugmynd að tekjurnar skipti ekki meginmáli heldur hvernig við notum það fé sem við höfum til að ráðstafa. Með öðrum orðum þá leggjum við til að með því að breyta hegðun okkar og venjum þá getum við haft áhrif á fjármálin án þess að auka tekjurnar. 

Heimildir

bok-ofan-post