Betri fjármál – Ný vinnubók fyrir fólk sem notar peninga

namskeid


Betri fjármál
– vinnubók í fjármálmeðferð
 eftir Hauk Hilmarsson ráðgjafa er komin í sölu. Bókin er ætluð fólki eins og mér og þér sem vilja ná betri tökum á fjámálunum. Bókin leggur áherslu á að skoða hegðun okkar og viðhorf í fjármálum og hjálpa okkur að nálgast vandann á mannlegan hátt.

„Margir taka sömu ákvörðun og við höfum gert um að snúa fjármálunum úr vanda í velferð. En einhverra hluta vegna þykir mörgum þeirra erfitt að fóta sig og halda uppi krafti og ákveðni og á endanum gefast þeir upp og allt fer í sama gamla farið.
Þetta minnir á hin alræmdu áramótaheit þar sem fólk heitir því að snúa lífstílnum við og fara mörgum sinnum í viku í ræktina eða heitir því að hætta að reykja, drekka eða hvað annað sem breyta á erfiði og óþægindum. Margir borga líkamsræktarstöðvum árskortið sitt löngu eftir að þeir gefast upp og margir byrja aftur að reykja. Og eftir stendur spurningin: „Af hverju get ég ekki breytt lífi mínu?”
Við erum ekki geðveik. Við erum ekki ólæknandi og ómöguleg. Við erum bara óvön því að taka svona miklum breytingum.“

Vinnubókin er 88 blaðsíður og í henni er fjöldi verkefna sem stuðla að bættri hegðun og hugarfari gagnvart fjármálum og daglegu lífi.

Smelltu hér til að sjá skipulag bókarinnar (betri_fjarmal-bls_8.pdf)

Vinnubókin kostar 3500 krónur. Bókin fæst í Háskólaprent, Fálkagötu 2 á horninu á Fálkagötu og Suðurgötu.

Einnig er hægt að panta bókina með því að senda tölvupóst áskuldlaus(hjá)skuldlaus.is.

bok-ofan-post