Athyglis- og ofvirknisröskun og fjárhagsvandi

namskeid

 

Ýtir athyglis- og ofvirknisröskun undir fjárhagsvanda?

Þessi spurning er rannsóknarspurning þessarar ritgerðar. Höfundur ritgerðarinnar starfar sem ráðgjafi í fjármálahegðun og hefur valið efni sem svara á þessari spurningu og dýpka skilning á stöðu einstaklinga með athyglis- og ofvirkniröskun gagnvart fjárhaggslegri stöðu sinni.

Höfundur hefur ekki fundið margar rannsóknir sem taka mið af beinum tengslum ADHD við fjárhagsvanda og mun því skoða efnið út frá þeim áhættuþáttum sem auka líkur á fjárhagslegum erfiðleikum. Í þessari ritgerð mun höfundur kynna algengar ástæður fjárhagsvanda og gera tilraun til að svara því hvort einkenni ADHD auki líkur á að einstaklingar lendi í fjárhagsvanda. Þessi ritgerð leitast við að skoða fjárhagsvanda sem afleiðingu þess að vera með ADHD og hvernig meðferð fólk hefur fengið og hvernig takast má á við vandann þegar hann birtist.

Stuðst er við erlendar rannsóknir og greinar úr fagtímaritum og erlendum kennslubókum.

 

Athyglis- og ofvirknisröskun og fjárhagsvandi

Í nútímasamfélagi greiðum við fyrir lífsgæði okkar með peningum. Við greiðum fyrir efnisleg lífsgæði áborð við mat, föt og húsnæði, menningarleg lífsgæði eins og ýmis konar afþreyingu, og siðferðisleg lífsgæði eins og trú, vináttu og stjórnmálaskoðanir. Fátækt er þegar við getum ekki aflað okkur eitthvert þessara lífsgæða og þar með skerðum gæði daglegs lífs (Haukur Hilmarsson, 2014 bls.52)

Fjárhagsvandi er þegar einstaklingur getur ekki aflað sér þeirra lífsgæða sem hann þarfnast með því fé sem hann aflar. Framfærsluvandi er eins og honum er lýst í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1994 þegar einstaklingur getur ekki framfleytt sjálfum sér eða börnum sínum án utan að komandi aðstoðar. Ýmsar ástæður liggja á baki þess að einstaklingur eða fjölskylda lenda í fjárhagsvanda. Lágar tekjur, kortur á fjárhagslegu skipulagi, enginn sparnaður og því ekki hægt að bregðast við ófyrirséðum útgjöldum, óúthugsuð eða hvatvís kaup, reikningar ekki greiddir á réttum tíma, vanskil, og yfirskuldsetning af ýmsu tagi (Haukur Hilmarsson, 2014)

Lengi var álitið að athyglis- og ofvirkniröskun (hér eftir ADHD) væri einvörðungu einskorðað við börn og unglinga og talið var að einkennin hyrfu með aldrinum. Síðastliðna áratugi hefur ADHD fullorðinna þó fengið aukna athygli en aðeins er rúmur áratugur síðan byrjað var að greina og meðhöndla fullorðna á Íslandi (Kooij, Bejerot, Blackwell, Caci, Casas-Brugué, Carpentier, … Asherson, 2010, Bls. 2: Grétar Sigurbergsson, ed.).

Skammstöfunin ADHD er fyrir enska heitið attention deficit hyperactivity disorder. Röskuninni er skipt í þrjú aðaleinkenni sem eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. Flest okkar upplifa þessi einkenni einstöku sinnum eins og að muna ekki hvað við ætluðum að sækja í næsta herbergi, eða kaupa eitthvað hugsanalaust úti í búð. Þeir sem þjást af ADHD eru hins vegar alltaf með þessi einkenni. Þau eiga erfitt með að halda einbeitingu, eru líkleg til að æða úr einu verkefni í annað og eiga erfitt með að byrja á verkefnum. Þau eru líka mikið að týna hutum eins og fatnaði, lyklum og slíku. Þau eiga erfitt með að fylgja leiðbeiningum, eru líklegri til að vera óskipulögð og eru frekar utan við sig (Dovis, Van der Oord, Wiers, og Prins. 2012, bls. 669: Eklund, 2013: Kooij og félagar, 2010, bls. 6).

Hvatvísi er líka stór áhrifaþáttur hjá einstaklingum með ADHD sem getur haft veruleg og alvarleg áhrif. Viðkomandi gæti skyndilega sagt starfi sínu lausu þótt það hafi neikvæð áhrif. Vegna hvatvísi er einnig líklegra að einstaklingur með ADHD taki óhagstæðar ákvarðanir varðandi fjármál sín. Einstaklingar með ADHD eru líklegri en aðrir til að standast ekki freistingar og taka ákvarðanir eins og hvatvís kaup sem leiða til verðlauna strax í stað þess að standast freistingar og bíða stærri verðlauna. Varðandi hvatvís kaup, svokölluð kaupfíkn (e. compulsive buying), sem virðist eiga augljós tengsl við einkenni ADHD þá er lítið er til af rannsóknum á tengslum kaupfíknar og ADHD ( Kooij og félagar. 2010, bls. 6: Brook, Zhang,  Brook, og Leukefeld. 2015, bls. 8: Eklund, 2013).

ADHD hefur áhrif á fjármál einstaklings. Niðurstöður ýmissa rannsókna sýna áhrif sem almenn einkenni sem ADHD hefur á daglegan rekstur heimilis.

Þar má fyrst nefna neikvæð áhrif ADHD á nám, störf og tekjuöflun. Meiri líkur eru á að einstaklingar greindir með ADHD útskrifist ekki úr framhaldsskólum og háskólum. Þeir sem útskrifast eru líklegri til að vera með lægri einkunnir en einstaklingar ekki greindir með ADHD. Tilhneiging er til að einstaklingar með ADHD einkenni og greiningar séu frekar í hlutastarfi en fullri vinnu. Tekjur einstaklinga með ADHD eru síðan að jafnaði lægri en annarra, jafnvel þótt litið sé til allra þjóðfélagshópa.  Ennfremur eru tekjur einstaklinga með ADHD líklegri til að vera lægri þrátt fyrir að standa jafnfætis í menntun. Með öðrum orðum þá hefur ADHD greinileg neikvæð áhrif á tekjur þrátt fyrir þjóðfélagsstöðu og menntun (Biederman og Faraone, 2006, bls. 4-6; Das, Cherbuin, Butterworth, Anstey og Easteal. 2012, Bls. 6: Kooij og félagar, 2010, bls. 6).

Þegar búið er að útiloka lága innkomu í niðurstöðum rannsókna þá er ADHD áfram áhrifavaldur á fjárhagslega stöðu einstaklinga. Þá sitja eftir áhrif ADHD á skipulag og yfirlit með fjármálum (Brook, Brook, Zhang, Seltzer og Finch. 2013, Bls. 10)

Einstaklingar með ADHD eru líklegri til að eiga erfitt með að halda vinnu sökum frestunaráráttu, lélegs skipulags, erfiðleika með að halda einbeitingu og vegna fleiri tapaðra vinnudaga (Ginsberg, Quintero, Anand, Casillas og Upadhyaya. 2014, Bls. 5).

Enn fremur má benda á niðurstöður rannsóknar á börnum með ADHD og tengslum þeirra við ávanabindandi hegðun á unglingsárum sem benda til aukinna líkinda á að unglingar með ADHD spili fjárhættuspil en jafnaldrar ekki með ADHD. Höfundar þeirrar rannsóknar leggja til að skimað verði fyrir spilafíkn á meðal unglinga með ADHD til að hindra afleiðingar spilafíknar á einstakling og samfélagið (Ostojic, Charach, Henderson, McAuley og Crosbie, 2014, bls. 6).

Í rannsókn Hönnu Eklund (2013) á ADHD barna kemur fram að þegar foreldrar voru beðin að meta hvernig börn þeirra voru skert í daglegum athöfnum vegna ADHD þá kom í ljós að nærri allir foreldrarnir skráðu einhverjar skerðingar í daglegu lífi barna sinna og 61% skráðu skerta hæfni til að ráðstafa fé ( e. manegemet of money). Eklund vísar einnig í rannsóknir R. A. Barkley en niðustöður rannsókna hans voru að á meðan 15% fullorðinna ekki með ADHD voru í vanda meða að ráðstafa fé voru 67% fullorðinna með ADHD í vanda með það (Eklund, 2013. Bls. 151-153.)

Í rannsókn Eklund kemur fram að engin þeirra barna sem þar voru rannsökuð væri að fá aðstoð eða úrræði við að stjórna og ráðstafa fjármunum sínum. Þar kemur jafnframt fram að nærri helmingur ungmennana var í þörf fyrir úrræðum vegna vanda við ráðstöfun fjár (Eklund, 2013, bls.168 og 170).

 

Samantekt og umræður

Þegar efni þessarar ritgerðar er tekið saman má sjá að einkenni ADHD eru líkleg til að leiða til fjárhagserfiðleika. Því væri eðlileg skref að byggja upp og bjóða upp á fræðslu og forvörn til handa einstaklingum með ADHD greiningar.

Margir þættir leiða að fjárhagsvanda. Niðurstöður rannsókna sýna að einstaklingar með einkenni ADHD eru miklu líklegri til að eiga í vanda með stjórnun fjármuna. Skýringar á því má finna í þessari ritgerð þar sem við höfum tekið saman að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að falla úr námi, fá lægri einkunnir, og vinna í lægra launuðu starfi. Almenn einkenni ADHD eru meðal annars athyglisskortur, gleymska, skipulagsleysi, hvatvísi og erfiðleikar til að fylgja leiðbeiningum. Þessi þættir auka líkur á erfiðleikum með dagleg fjármál þar sem þau krefjast skipulags, aga og sjálfstjórnar. Að auki er líklegt að samfélagsleg staða vegna atvinnu og innkomu í samblandi við áhættu við daglega hegðun einstaklings með ADHD auki mikið líkur á fjárhagserfiðleikum hjá þeim sem hafa einkenni ADHD. Rannsóknarspurningunni er því svarað játandi á þá leið að ADHD ýtir undir líkur á fjárhagserfiðleikum.

Höfundur álykar að með réttri forvörn og fræðslu má minna líkur á fjárhagserfiðleikum. Eins og fram kemur hér að ofan sýna rannsóknir að á skorti við úrræði vegna fjárhagsvanda ungmenna og fullorðinna með ADHD. Höfundur hringdi í ADHD samtökin á Íslandi og fékk þar þær upplýsingar að engin úrræði eru í boði vegna fjármála þessara einstaklinga og hafði að þeirra vitund aldrei verið.

Höfundur ályktar að fái einstaklingar rétta fræðslu um hvernig notast má við einfalt skipulag í fjármálum strax á unga aldri má venja þá á rétt handtök í fjármálum. Þannig mætti minnka líkur á að einkenni ADHD setji fjármál einstaklings í ójafnvægi. Einnig yrði mikilvægt að skima fyrir fjárhagsvanda á meðal þeirra sem greindir eru með ADHD svo koma meigi betur til móts við þá og sinna þörfum þeirra betur vegna þeirra skerðinga sem einkenni ADHD setja á daglegt líf þeirra. Þar nægir að nefna skipulagsleysi, gleymsku og erfiðleika til að fylgja leiðbeiningum. Með réttum verkfærum og úrræðum í fjármálastjórnun mætti auðvelda þessum einstaklingum líf þeirra til muna.


Heimildir

Biederman, J., & Faraone, S. V. (2006). The Effects of Attention-Deficit/Hyperactivity Disorder on Employment and Household Income.Medscape General Medicine8(3), 12. Sótt af http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC1781280/?report=printable

Brook, J. S., Brook, D. W., Zhang, C., Seltzer, N., & Finch, S. J. (2013). Adolescent ADHD and adult physical and mental health, work performance, and financial stress. Pediatrics131(1), 5-13.

Brook, J. S., Zhang, C., Brook, D. W., & Leukefeld, C. G. (2015). Compulsive Buying: Earlier Illicit Drug Use, Impulse Buying, Depression, and Adult ADHD Symptoms. Psychiatry Research228(3), 312–317. http://doi.org/10.1016/j.psychres.2015.05.095

Das D, Cherbuin N, Butterworth P, Anstey KJ, Easteal S (2012) A Population-Based Study of Attention Deficit/Hyperactivity Disorder Symptoms and Associated Impairment in Middle-Aged Adults. PLoS ONE 7(2): e31500. doi:10.1371/journal.pone.0031500

Dovis, S., Van der Oord, S., Wiers, R. W., & Prins, P. J. M. (2012). Can Motivation Normalize Working Memory and Task Persistence in Children with Attention-Deficit/Hyperactivity Disorder? The Effects of Money and Computer-Gaming. Journal of Abnormal Child Psychology40(5), 669–681. http://doi.org/10.1007/s10802-011-9601-8

Eklund, H.A. (2013). Study of needs and sevice use among young people with attention deficit hyperactivity disorder at transition from adolescence to young adulthood. Sótt af http://ethos.bl.uk/OrderDetails.do?uin=uk.bl.ethos.628217

Ginsberg, Y., Quintero, J., Anand, E., Casillas, M., & Upadhyaya, H. P. (2014). Underdiagnosis of Attention-Deficit/Hyperactivity Disorder in Adult Patients: A Review of the Literature. The Primary Care Companion for CNS Disorders16(3), PCC.13r01600. http://doi.org/10.4088/PCC.13r01600

Grétar Sigurbergsson. (E.d.). ADHD hjá fullorðnum. Sótt af http://www.adhd.is/is/moya/page/adhd_fullordnir

Haukur Hilmarsson. (2014). Betri fjármál: Verkefnabók í fjármálameðferð. Reykjavík: Háskólaprent.

Kooij, S. J., Bejerot, S., Blackwell, A., Caci, H., Casas-Brugué, M., Carpentier, P. J., … Asherson, P. (2010). European consensus statement on diagnosis and treatment of adult ADHD: The European Network Adult ADHD. BMC psychiatry10(1), 67.

Ostojic, D., Charach, A., Henderson, J., McAuley, T., & Crosbie, J. (2014). Childhood ADHD and Addictive Behaviours in Adolescence: A Canadian Sample. Journal of the Canadian Academy of Child and

namskeid