Árvekni í innkaupum

bok-ofan-post

Það verður aldrei þreytt að minna fólk á að nota innkaupalista þegar verslað er í matinn.  Og meðan við lifum við  41% verðmun á milli verslanna, þá getur matarkarfan hæglega étið upp góðan hluta tekna okkar ef við fylgjumst ekki með.  Það er dýrt að vera fáfróður.

Minni á greinina Sparnaður í matarinnkaupum, en þar bendum við á 12 einfaldar leiðir til að spara í búðinni.

 • 1. Áður en þú ferð í búðina sestu niður og ákveddu hvað skuli versla.
 • 2. Innkaupalistinn virkar þegar þú ferð að versla.
 • 3. Veldu verslun.
 • 4. Farðu á þínum tíma.
 • 5. Börnin þurfa athygli.
 • 6. Gerðu verðsamanburð í búðinni.
 • 7. Það er samkeppni milli verslana – Gerðu verðsamanburð.
 • 8. Skoðaðu strimilinn.
 • 9. Ekki kaupa tískuvörur, skartgripi, úr, raftæki, húsgögn og svo frv. á fullu verði.
 • 10. Kaupa vörur á útsölum.
 • 11.  Notaðar vörur eru ekki endilega ónýtar.
 • 12. Ekkert verð – Spurðu starfsmann.

bokhaskoalprent-ofan-post