Algengasta ástæða skilnaðar

Untitled-1

Það er orðið sorglegt að algengasta ástæða skilnaða sé fjárhagsvandi.

Margir, þar á meðal ég, hafa farið þá leið að reyna að redda málunum.  Taka aukayfirdrátt sem nær yfir erfiðasta hjallann.  Svo líður tíminn og erfiðasti hjallinn er að virðist endalaus, og í tilfelli margra, þá er ófyrirséð hvar skuldirnar enda.  Ég fór að því reyna að fela skuldirnar fyrir konunni minni, reyndi að líta vel út, ýkti um fjárhagsstöðuna og tók fleiri lán til að redda okkur lengra.  Svo sprakk blaðran, og konan líka.

Minn erfiðasti hjalli var að viðurkenna mistökin.  En ég átti enga kosti.  Annað mjög erfitt var að gefast upp, og þiggja ráðgjöf frá öðrum.  Ég viðurkenndi að ég get ekki séð neitt út úr neinu í fjármálum, og ég hafi síendurtekið tekið örvæntingafullar ákvarðanir sem síðar meir drógu okkur neðar í skuldasúpuna.

Ég á yndislega konu, sem sá lengra en reiði hennar náði.  Og hún samdi við mig.  Mér var bent á DA samtökin, sem eru ein merkilegustu samtök sem ég hef kynnst.  Og í mjög stuttu máli náði ótrúlegum bata og fjótlega fann ég jafnvægi í tilfinningum mínum gagnvart peningum og bankarisaeðlunni.

Kæri lesandi.  Ef þú þekki einhvern sem er í þessum sporum, viltu benda viðkomandi á DA samtökin?

Það tapar enginn á því að auka þekkingu sína, og hún gæti bjargað hjónabandinu, jafnvel lífinu.

Untitled-1