Afneitun

panta-bok-fritt

Fjárhagsleg afneitun (denial) er hluti af fjárhagslegri forðun og er skipulögð afneitun á fjármálum. Peningar eru vondir og slæmir og í stað þess að takast á við þá veljum við að forðast þá.

Fólk bregst við álagi og stressi á mismunandi máta. Ein algeng leið er að forðast stressvaldinn. Í okkar tilfelli eru það fjármálin sem eru streituvaldurinn.  Við ýtum frá okkur, frestum, lokum augunum fyrir því sem veldur vanlíðan og óþægindum.

Afleiðingarnar geta orðið slæmar bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Við hættum að hafa yfirsýn yfir fjármál okkar, við forðumst að ræða um fjármál við maka eða vini. Við spörum ekki. Okkur skortir þekkingu og skilning á fjármálum. Við eru líkleg til að finna einhvern sem tekur að sér að hugsa um fjármálin fyrir okkur og færum ábyrgðina yfir á maka, foreldri eða fagaðila. Við gerum það sem við getum til að þurfa ekki að hugsa um fjármálin. Við vitum af óreiðu og ringulreið en við horfum framhjá henni.

Mörg okkar finnum skömm vegna skulda okkar og fjárhagsstöðu. Þessi skömm er það sem festir okkur og hindrar okkur frá því að bæta fjármálin okkar. Einangrun og ótti við að kalla eftir aðstoð kemur í veg fyrir að við getum lagað fjármálin okkar. Ótti við að horfa á óþægilega hluti og vinna sig í gegnum þá stoppar okkur.

Einföld skref eins og að hafa yfirlit með daglegum útgjöldum hjálpar okkur af stað. Útbúa útgjaldaáætlun sem er raunsæ og einföld og tala við fagaðila um tilfinningar okkar er mikilvægt þegar við snúum vörn í sókn.

Heimildir: Money disorders. Klontz & Klontz, 2009.

 

Untitled-1