Að ná andanum í fjármálum

panta-bok-fritt

Það þarf ekki að hugsa það lengi hve mikilvægt það er fyrir okkur að draga andann. Sú ómeðvitaða aðgerð að draga andann allan daginn, alla daga, allt árið er okkur sjálfsögð. En um leið og við verðum fyrir skertri öndun, eða skorti á súrefni, finnum við viðbrögð. Við upplifum ýmsar tilfinningar og líkamleg viðbrögð til að ná betur andanum, og við leitum strax leiða til að bæta ástandið. Ef við missum alveg andann finnum við til innilokunarkenndar, ótta, og jafnvel ofsahræðslu. Við skyndilega gerum hvað sem er til þess að ná andanum aftur. Við upplifum nákvæmlega það sama með fjármálin okkar.

Stóri gallinn er að við erum uppfull skömm og við þorum sjaldnast að upplýsa aðra um að við náum ekki andanum í fjármálum, að við séum að drukkna í skuldum.

Ýmsar  leiðir eru í boði til þess að ná andanum.

Fyrst er það andardrátturinn sjálfur. Í stað súrefnis er það fjármagnið sjálft sem við öndum að okkur, og svo frá okkur. Eðlilegt ástand er jafnvægi, það sem fer inn, kemur út aftur. Skuldarar hafa ekki jafnvægi á innöndun og útöndun. Þeir anda meira frá sér en að sér, og verða sífelt andstyttri þar til þeir ná ekki andanum, og þurfa að fá lánað. Hjá sumum gerist þetta hægt, hjá öðrum mjög hratt. Ef þú átt ekki nóg fyrir mat, borga reikninga og fyrir almennum nauðsynjum, mun hugur þinn hvetja þig, fyrst með tilfinningum eins og óþægindum og kvíða, síðar innilokunarkennd og hræðslu. Vegna feimni um fjármál verða algeng ósjálfráð viðbrögð við þessu reiði og vanmáttur, og þú gætir farið að slá frá sér í orðum og verki. Síðar getur örvæntingin komið þér í að ljúga og stela, og almennt ýtt undir óábyrgar aðgerðir. Margir venjast þessu og festast í þessum óheiðarleika, sem síðan ýtir meira undir skömm.

Þú þarft ekki að taka þetta nærri þér. Við erum mörg eins og þú, og höfum staðið í nákvæmlega sömu sporum. Við viljum gjarnan styðja þig og hjálpa þér að ná andanum. Við viljum benda þér á öndunaræfingar.

Besta öndunaræfingin og sú allra einfaldasta er að taka niður tölurnar. Í sinni einföldustu mynd að skrifa niður allar tölur í fjármálum þínum. ALLAR tölurnar, ekkert skilið undan.

  • Hvað færðu í laun, nákvæmlega?
  • Hvað eyðurðu í mat, nákvæmlega?
  • Hvað fer í reikninga og afborganir, nákvæmlega?
  • Hvað fer í afþreyingu og skemmtanir, nákvæmlega?

Skrifa niður allt sem kemur inn, og allt sem fer út.

Til þess að geta þetta þarftu penna og blað, og athygli. Hægt er að nota litla dagbók til að skrifa í. Ef ég er ekki með dagbókina, bið ég um kvittunina, og skrifa inn í bókina að kvöldi hvers dags.

Um mánaðarmót set ég tölurnar í inn og út dálka, og get strax séð hvort ég er í plús eða mínus, þ.e.a.s. hvort ég sé að þéna eða eyða meira.

Ef ég er að eyða meira get ég farið yfir og séð hvar peningurinn er að leka út.

  • Er ég að eyða miklu í skyndibitamat?
  • Er ég að kaupa mikið af fötum?
  • Fer allt í skuldir?
  • Er ég að djamma of mikið?

Þegar ég veit hvert peningurinn fer, get ég farið að gera ráðstafanir um það hvernig ég breyti fjárstreyminu, og það eru líka mjög einfaldar aðferðir.

Ég mun taka það fyrir í næstu grein.

Gangi þér vel

bokhaskoalprent-ofan-post