6 ástæður þess að fólk forðast fjármálaráðgjöf

bok-ofan-post

Kæru vinir,

Nú er vika 22 og við setjum 2200 krónur í krukkuna góðu.
Nú eiga því að vera samtals 25.300 krónur í krukkunni.

Sparnaðarráð vikunnar: Nýttu matarafganga í aðra rétti. T.d. álegg á pítsur, í súpur eða pottrétti

6 ástæður þess að fólk forðast fjármálaráðgjöf

Þær eru margar ástæðurnar sem okkur finnst koma í veg fyrir að við leitum aðstoðar hjá fagaðilum með fjármálin okkar. Hér eru nokkar ástæður og leiðir til minnka þann ótta.

1. Það sem fjármálaráðgjafanum finnst um mig

Margir forðast að fá viðtal við fjármálaráðgjafa því þau vilja ekki deila mistökum sínum með einhverjum sem veit mikið um fjármál. Margir óttast að verða dæmd eða skömmuð fyrir slæma fjármálahegðun sína.

Fjármálaráðgjafar vinna við að hitta fólk sem er í fjárhagsvanda. Þeir hitta fjölda fólks sem misst hefur yfirsýn á vanda sínum. Spyrjum ráðgjafann hve marga hann hefur hitt. Ef hann hefur hjálpað mörgum þá eru líkur á að okkar vandi sé ekki sá versti sem hann hefur séð.

2. Það sem fjölskyldu og vinum finnst um mig

Margir forðast að leita aðstoðar af ótta við að missa álit vina sinna og fjölskyldu. Óttast að verða dæmd eða útskúfuð fyrir að hafa klúðrað fjármálunum. Óttast að tilheyra ekki vinahópnum.

Ef við viljum ekki að einhver viti hver fjárhagsstaða okkar er þá eigum við ekki segja þeim frá því. Það er hins vegar gott og nauðsynlegt að tala við einhvern sem við getum treyst. Fjármálaráðgjafar eru bundnir trúnaði eins og aðrir fagaðilar.

3. Hinn ljóti sannleikur um fjármálin mín

Margir forðast fjármálaráðgjöf af ótta við að staðan sé verri en haldið er. En á sama tíma og vanþekking er góð þá mun fjárhagsstaðan bara versna ef ekkert er gert í málunum.

Fjármálaráðgjafar leiðbeina okkur við að sækja upplýsingar um fjármálin. „Tölurnar ljúga ekki“ og við fáum aðstoð við að greiða úr óreiðunni og finna skipulag.

4. Breytingar eru erfiðar

Margir óttast breytingar. Óttast að til þess að geta greitt vanskil og reikninga þá þurfi að hætta öllu sem okkur líkar við og fórna daglegu lífi.

Með aðstoð fjármálaráðgjafa horfum við á markmiðin oghvar við viljum vera og hvernig okkur mun líða þegar mesta óreiðan er að baki. Margir upplifa að þessi tímabundna fórn var vel þess virði vegna þess hve vel þeim líður eftir á.

5. Við höfum ekki efni á þessu

40% bandaríkjamanna halda að fjármálaráðgjöf kosti meira en þau hafa efni á. Margir upplifa sig í miklum vanda sem taki tíma og pening að lagfæra þannig að ef þau fá aðstoð þá lendi þau bara í verri málum fjárhagslega.

Gerum verðkannanir til að sjá hvar er hagkvæmast að fá fjármálaráðgjöf. Í einhverjum tilfellum, eins og í gegnum stéttarfélög, er hægt að fá ókeypis fjármálaráðgjöf.

6. Við töpum peningnum

Sögur af græðgi og eiginhagsmunum hafa áhrif á viðhorf okkar gagnvart fjármálaráðgjöf. Fólk óttast að ráðgjafinn sé að vinna að hagsmunum vinnuveitanda ,t.d. banka, lánastofnana eða kröfueigenda, og skeyti engu í hvaða stöðu við erum fjárhagslega svo lengi sem við borgum skuldirnar.

Kynnum okkur fjármálaráðgjafa og fyrir hverja þeir starfa. Spyrjum þá beint út hvort þeir eigi hagsmuna að gæta við vinnu sína.

Það er mikilvægt í allri vinnu með fjármálin að þú getir treyst fagaðilum. Fjármálaráðgjöf á að vera ráðgefandi fyrir þig og aðstoða þig við að taka þínar eigin ákvarðanir byggt á réttum upplýsingum. Gættu þess að þú sért með í ráðum og að þú sért upplýst/ur um öll gögn og ákvarðanir.

 

bok-ofan-post