Verið velkomin á vefsvæðið mitt Skuldlaus.is Ég heiti Haukur Hilmarsson og ég er ráðgjafi í fjármálahegðun. Upphafið að þessu öllu má rekja til janúar 2009 þegar ég þurfti að leggja spilin á borðið og vera hreinskilinn við konuna mína um fjármálin okkar. Ég hafði logið að henni um fjármálin okkar og skuld sem ég taldi…
Þjónustan okkar

Ráðgjöf
Fjárhagsleg streita, kvíði og áhyggjur eru talin ein helsta ástæða erfiðleika í okkar daglega lífi. Fjármálin okkar verða því að hindrun og erfiðleikum og getur haft skaðandi áhrif á aðra þætti í okkar lífi eins og atvinnu, samskipti við okkar nánustu, svefn og heilsu. Við vitum hvað er mikilvægast í okkar lífi. Þess vegna leggjum…

Póstlistinn
Við sendum þér reglulega fréttir af greinum og efni af heimasíðunni. Einnig fréttir af námskeiðum og fyrirlestrum.

Einkaþjálfun á netinu
Einkaþjálfun er fjarkennsla í betri fjármálum. Leiðsögn á netinu í almennum fjármálum, verkefni og fræðsla sem hjálpa þér að endurskipuleggja það sem þú gerir daglega í fjármálum. Markmiðið er að hjálpa þér að bæta fjármálin og líða vel á meðan.

Verkefnabókin Betri fjármál
Betri fjármál – vinnubók í fjármálmeðferð eftir Hauk Hilmarsson ráðgjafa er ætluð fólki eins og mér og þér sem vilja ná betri tökum á fjámálunum. Bókin leggur áherslu á að skoða hegðun okkar og viðhorf í fjármálum og hjálpa okkur að nálgast vandann á mannlegan hátt.
Ummæli
Fjármálahegðun

Svartir fötudagar- Tilboð eða neysluveisla
Ég hef fylgst með svörtum föstudegi í nokkur ár. Fyrst um sinn vegna þess að það fréttist af svo ótrúlegri hegðun fólks sem var að keppast um útsöluvörurnar. Barsmíðar, troðningar og jafnvel morð hafa verið framin í einhverri ótrúlegri geðshræringu fólks sem vill fá vörur á afslætti. Upplifun mín var í bland undrun á slíkri…

Athyglis- og ofvirknisröskun og fjárhagsvandi
Ýtir athyglis- og ofvirknisröskun undir fjárhagsvanda? Þessi spurning er rannsóknarspurning þessarar ritgerðar. Höfundur ritgerðarinnar starfar sem ráðgjafi í fjármálahegðun og hefur valið efni sem svara á þessari spurningu og dýpka skilning á stöðu einstaklinga með athyglis- og ofvirkniröskun gagnvart fjárhaggslegri stöðu sinni. Höfundur hefur ekki fundið margar rannsóknir sem taka mið af beinum tengslum…

Fjárhagsleg streita
Fjárhagsvandi og áhyggjur eru algengur streituvaldur en lítið virðist vera um ráðgjöf og úrræði við þessum vanda á Íslandi. Lítið er um íslenskar rannsóknir á fjárhagslegri streitu en einhvern fjölda má finna af könnunum sem metur stöðu landsmanna. Í þessari ritgerð mun höfundur fara yfir helstu þætti þessarra tengsla á milli streitu og fjármála og…